Áður óbirtar myndir af líki Cobains

Kurt Cobain var söngvari hljómsveitarinnar Nirvana
Kurt Cobain var söngvari hljómsveitarinnar Nirvana Mynd/Getty Images

Lögreglan í Seattle skoðar nú nýjar myndir af vettvangi þar sem Kurt Cobain, söngvari Nirvana, fannst látinn í apríl árið 1994. Cobain er talinn hafa svipt sig lífi með skotvopni eftir að hafa innbyrt lífshættulegan skammt af heróíni. 

Í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá því að Cobain lést ákvað lögregluþjónn að skoða aftur gögn málsins og komst hann þar yfir gamla filmu sem ekki hafði áður verið framkölluð. Talið er að myndirnar séu enn ítarlegri en hinar myndirnar sem lögreglan tók á vettvangi og geti þar með varpað enn betra ljósi á málsatvik. 

Nokkrar myndir hafa verið gerðar opinberar af lögreglunni en talsmaður lögreglunnar segir að myndir af líki Cobains verði eðli máls samkvæmt ekki gerðar opinberar. Talsmaðurinn sagði enn fremur að vinsældir Cobains leiði til þess að lögreglunni berast vikulega fjölda fyrirspurna um hvort ekki sé eðlilegt að rannsókn á dauðdaga Cobains verði hafin að nýju. 

Á vettvangi fundust meðal annars eiturlyf
Á vettvangi fundust meðal annars eiturlyf Mynd/Seattle Police Department
Eigur Cobains á vettvangi. Græna slykjan á myndinni er vegna …
Eigur Cobains á vettvangi. Græna slykjan á myndinni er vegna skemmda á filmunni Mynd/Seattle Police Department
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki til stórræðanna fyrri part dags en munt bæta það upp seinnipartinn. Farðu hægt í sakirnar, snöggar breytingar endast styttra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki til stórræðanna fyrri part dags en munt bæta það upp seinnipartinn. Farðu hægt í sakirnar, snöggar breytingar endast styttra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir