Crowe: „Ég gat ekki hætt að gráta“

Og þá hófst steypiregn. Russell Crowe hleypur fremstur í hlutverki …
Og þá hófst steypiregn. Russell Crowe hleypur fremstur í hlutverki Nóa. Ljósmynd/Niko Tavernise

Íslensk veðrátta og erfiðleikar í persónulega lífinu urðu til þess að Russell Crowe brotnaði niður þegar hann var við tökur á kvikmyndinni Noah á Íslandi. „Ég gat ekki hætt að skjálfa. Ég gat ekki hætt að gráta,“ segir Crowe í viðtali við Daily Mail.

Aðdragandinn var sá að verið var að taka atriði þar sem Crowe, í hlutverki Nóa, þurfti að detta í sjóinn. Norður-Atlantshafið var kalt við Íslandsstrendur og í ofanálag var úrhellisrigning og hitastigið innan við 4°C.

„Þetta komst á það stig að ég upplifði þetta eins og kínverskar vatnspyntingar. Ég gat ekki meir. Ég ofkældist. Þegar við hættum tökum lá ég bara á steinunum og gat ekki staðið upp. Ég gat ekki hætt að skjálfa. Ég gat ekki hætt að gráta. Sjö eða átta manns komu breiddu teppi yfir mig og sátu á mér þar til þetta hætti. Þetta var brjálað, þau föðmuðu mig og reyndu að fá mig til að hætta að skjálfa,“ segir Crowe.

Hann  viðurkennir svo að það hafi ekki bara verið líkamlegt álag sem hann brotnaði undan heldur líka andlegt.

„Þetta gerðist aðeins örfáum vikum eftir að Danielle [Spencer, eiginkona hans til 11 ára] sagði mér að hún vildi ekki vera í hjónabandi með mér lengur og hún krafðist þess að við settumst niður með börnunum okkar og segðum þeim það. Þetta var mjög erfitt.“

Crowe segir að vegna þessa hafi hann verið niðurdreginn og átt í persónulegum erfiðleikum á sama tíma og hann glímdi við hlutverk Nóa.

Kvikmyndin um Nóa fer í almennar sýningar hér á landi um næstu helgi, um leið og hún verður frumsýnd í Bandaríkjunum. Leikstjórinn, Darren Aronofsky, segir í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins í dag að öll kvikmyndin sé undir áhrifum fegurðar íslenskrar náttúru.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki til stórræðanna fyrri part dags en munt bæta það upp seinnipartinn. Farðu hægt í sakirnar, snöggar breytingar endast styttra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki til stórræðanna fyrri part dags en munt bæta það upp seinnipartinn. Farðu hægt í sakirnar, snöggar breytingar endast styttra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir