Ósátt við Kim á forsíðunni

Kanye West og Kim Kardashian á forsíðu Vogue
Kanye West og Kim Kardashian á forsíðu Vogue Skjáskot af vef Vouge

Draumur Kim Kardashian um að komast á forsíðu Vogue rættist á dögunum en lesendur tímaritsins virðist þó ekki allir jafn sáttir. Leikkonan Sarah Michelle Gellar tísti því á föstudag að hún hygðist segja upp áskrift sinni að Vogue og spurði jafnframt hverjir væru með henni í því. 

Viðbrögðin létu ekki á sér standa því um rúmlega 11 þúsund manns höfðu „líkað við“ færsluna á Twitter degi síðar.

Forsíðan hefur verið mjög umdeild meðal lesenda Vogue en Washington Post greindi frá því að kassamerkið (e. hashtag) „sniðgangið Vogue“  eða #BoycottVogue hefði náð miklu flugi á Twitter.

Anna Wintour, ritstýra Vogue, gefur hins vegar lítið fyrir gagnrýnina og segir markmið hennar vera að birta þá í tímaritinu sem eru leiðandi í því að móta menningu samfélagsins á hverjum tíma, þá sem ekki eru hræddir við að hrista upp í hlutunum og þá sem móta sýn annarra á heiminn. „Ég held að við getum öll verið sammála um að Kim og Kanye leiki það hlutverk núna,“ sagði hún.

Frétt mbl.is: Komst loks á forsíðu Vogue

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir