Fleiri stórstjörnur í Everest

Fyrsta myndin sem hefur birst úr kvikmyndinni Everest.
Fyrsta myndin sem hefur birst úr kvikmyndinni Everest. Ljósmynd/Everest

Ástralski leikarinn Sam Worthington og bandaríska leikkonan Robin Wright hafa bæst við leikarahóp stórmyndarinnar Everest sem Baltasar Kormákur leikstýrir. Tökur á myndinni standa yfir þessa dagana í Nepal en til stendur að Everest verði frumsýnd 18. september 2015.

Meðal annarra leikara í myndinni má nefna Jason Clarke, Josh Brolin, John Hawkes og Jake Gyllenhaal. Handritið skrifuðu Mark Medoff og Simon Beaufoy og er það byggt á metsölubókinni Into Thin Air. Sagan segir af Scott Fisher og Rob Hall, sem lentu í ofsaveðri þegar þeir voru að reyna að klífa Everest. Átta létu lífið í leiðangrinum.

Sam Worthington er einna þekktastur fyrir leik sinn í Avatar, Clash of the Titans og Wrath of the Titans. Robin Wright lék meðal annars æskuást Forrest Gump auk þess að leika í hinni vinsælu sjónvarpsþáttaröð House of Cards.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir