Poppsöngvarinn Justin Bieber elskar að birta myndir af sér á Instagram og Twitter og á nýjustu myndinni stillir hann sér upp eins og goðsögnin James Dean, sem lést er hann var aðeins 24 ára gamall.
Samkvæmt heimildum Heat birti Bieber mynd af sér þar sem hann er í hvítum stuttermabol með sígarettu á milli varanna.
Undir myndina skrifaði Bieber: „Þessi mynd er innblásin af James Dean. Ekki spyrja mig hvort ég reyki af því að ég geri það ekki.“