Paltrow segist djúpt snortin

Gwyneth Paltrow segir að þau Chris Martin séu djúpt snortin yfir þeim stuðningi sem þau hafa fundið fyrir frá því að þau ákváðu að skilja eftir tólf ára samband. Paltrow skrifar þetta á vefsíðu sína Goop, undir fyrirsögninni „Einn fugl, þrjár máltíðir“. Leikkonan lét eitt lítið hjarta fylgja færslunni á síðunni.

Paltrow er 41 árs og Martin 37 ára. Þau eiga tvö börn.

Meðal þeirra sem hafa sýnt parinu opinberlega stuðning eftir yfirlýsinguna er ein besta vinkona Paltrow, Cameron Diaz. Hún segist stolt af þeim.

Paltrow tilkynnti skilnað þeirra Martins á vefsíðu sinni á þriðjudag. Hún sagði hjarta sitt fullt af sorg.

„Við höfum unnið mikið í okkar málum síðasta árið, stundum saman, stundum í sundur, og við höfum komist að þeirri niðurstöðu að við elskum hvort annað mjög mikið en við munum skilja,“ skrifaði Paltrow.

Frétt mbl.is: Var álaginu um að kenna?

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka