Í nýlegu viðtali við Toronto Sun lýsir leikarinn Russell Crowe sérkennilegri reynslu sinni af íslenskri náttúru. Við tökur á stórmyndinni Noah hér á landi þurfti Crowe að liggja næstum því heilan dag, nakinn á ströndinni.
„Ég lá þarna á steinaströnd heilan dag. Steinarnir virðast festast hvar sem er. Þegar ég var að klæða mig í föt fjórum dögum síðar féllu af mér fullt af litlum steinum. Ég spurði mig: Hvar höfðu þessir steinar leynst í fjóra daga?“
Myndin Noah, sem fjallar um örkina hans Nóa, var frumsýnd þann 23. mars sl.