Megas söng Passíusálmana

Annar hluti flutnings Megasar, Magnúsar Þórs Jónssonar, á lögunum fimmtíu við Passíusálma séra Hallgríms Péturssonar, fór fram í Grafarvogskirkju nú í kvöld.

Að þessu sinni voru sálmar 18 til 33 fluttir af Megasi og Möggu Stínu, hljómsveitinni Moses Hightower og kórnum Vox Populi sem Hilmar Örn Agnarsson stjórnar. Jónas Örn Helgason hefur útsett sálmana fyrir kórinn.

Fyrsti hluti laga Megasar var fluttur á fimmtudaginn var við hjartanlegar viðtökur af hrynsveit og stúlknakór. Lokatónleikanir verða síðan á föstudaginn langa.

Megas lauk við að semja lög við alla Passíusálmana árið 1973 en þessar lagasmíðar hafa ekki farið hátt og hefur aðeins hluti þeirra heyrst opinberlega áður. Nú á 400 ára fæðingarafmæli Hallgríms Péturssonar verða þau flutt í heild sinni í fyrsta sinn.

Sálmalög Megasar spanna allt frá fögrum ballöðum yfir í argasta rokk með viðkomu í blús og kántrí og heyrast nú meðal annars í nýjum útsetningum Þórðar Magnússonar fyrir Caput-hópinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup