Hljómsveitin Sigur Rós flytur lag í fjórðu þáttaröð Game of Thrones. Lagið heitir The Rains of Castamere og er samið fyrir þáttinn. Á facebook-síðu hljómsveitarinnar kemur fram að lagið sé leikið í brúðkaupi í þættinum, en hann er annar þáttur þáttaraðarinnar og var sýndur í Bandaríkjunum í gærkvöldi.
mbl.is greindi frá því á síðasta ári að hljómsveitin fengi hlutverk í fjórðu þáttaröðinni en ekki var ljóst hversu veigamikið það yrði. Hér má sjá hljómsveitarmeðlimi í gestahlutverkum í þættinum.
David Benioff og Dan Weiss, framleiðendur og handritshöfundar þáttanna, eru sagðir miklir aðdáendur Sigur Rósar. Tónlist hljómsveitarinnar fær oft að hljóma þegar þeir eru staddir hér á landi við upptökur á þáttaröðinni.
Hér má hlýða á lagið: