Bretar semji almennilegt lag

ABBA-stjörnurnar Benny Andersson (til vinstri) og Björn Ulvaeus (til hægri).
ABBA-stjörnurnar Benny Andersson (til vinstri) og Björn Ulvaeus (til hægri). AFP

Eins og alkunna er hafa Bretar ekki riðið feitum hesti í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í fleiri ár. Gengi þeirra hefur verið afar brösugt og hefur það meira að segja komið fyrir að framlag landsins hafi ekki einu sinni fengið stig.

En ABBA-stjarnan Björn Ulvaues telur að Bretar geti náð sínum fyrri styrk og borið sigur úr býtum í þessari vinsælu keppni ef þeim aðeins tekst að semja almennilegt lagt.

Björn gerði garðinn frægan í Eurovision fyrir fjörutíu árum þegar ABBA gerði sér lítið fyrir og vann keppnina eftirminnilega með laginu Waterloo. „Ég vil enn trúa því að besta lagið sigri,“ segir hann í samtali við Daily Mail.

Hann hvetur jafnframt bestu lagahöfunda Bretlands til að taka höndum saman og semja almennilegt lag sem gæti skilað Bretum sínum fyrsta sigri í keppninni frá því árið 1997.

Þá flutti Katrina and the Waves lagið Love Shine a Light.

Hysji upp um sig buxurnar

Í fyrra var lagið Believe in me með bresku ballöðudrottningunni Bonnie Tyler framlag Breta í keppninni en lagið endaði í nítjánda sæti með einungis 23 stig. Margir muna einnig vel eftir dúettnum Jemini sem hafnaði í neðsta sæti keppninnar árið 2003 með engin stig.

Í ár mun ung og óþekkt söngkona, Molly Smitten-Downes, flytja framlag Breta í Kaupmannahöfn þann 10. maí næstkomandi. Ekki er talið líklegt að hún muni njóta velgengni, allavega ef marka má breska veðbanka.

Sir Terry Wogan, sem hefur lýst Eurovision keppninni fyrir breska ríkisútvarpið eins lengi og elstu menn muna, tekur í sama streng og Björn. Hann segir að ekki sé hægt að kenna meintu bandalagi Austur-Evrópuþjóða um slakt gengi Breta. Þeir verði þess í stað einfaldlega að hysja upp um sig buxurnar og semja almennilegt lagt.

„Ef við gætum sett Take That á svið, þá ættum við frábæra möguleika.“

Bonnie Taylor keppti fyrir hönd Breta í Eurovision í fyrra …
Bonnie Taylor keppti fyrir hönd Breta í Eurovision í fyrra og endaði í nítjánda sæti. JANERIK HENRIKSSON
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar