Bretar semji almennilegt lag

ABBA-stjörnurnar Benny Andersson (til vinstri) og Björn Ulvaeus (til hægri).
ABBA-stjörnurnar Benny Andersson (til vinstri) og Björn Ulvaeus (til hægri). AFP

Eins og al­kunna er hafa Bret­ar ekki riðið feit­um hesti í söngv­akeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva, Eurovisi­on, í fleiri ár. Gengi þeirra hef­ur verið afar brös­ugt og hef­ur það meira að segja komið fyr­ir að fram­lag lands­ins hafi ekki einu sinni fengið stig.

En ABBA-stjarn­an Björn Ul­vau­es tel­ur að Bret­ar geti náð sín­um fyrri styrk og borið sig­ur úr být­um í þess­ari vin­sælu keppni ef þeim aðeins tekst að semja al­menni­legt lagt.

Björn gerði garðinn fræg­an í Eurovisi­on fyr­ir fjöru­tíu árum þegar ABBA gerði sér lítið fyr­ir og vann keppn­ina eft­ir­minni­lega með lag­inu Water­loo. „Ég vil enn trúa því að besta lagið sigri,“ seg­ir hann í sam­tali við Daily Mail.

Hann hvet­ur jafn­framt bestu laga­höf­unda Bret­lands til að taka hönd­um sam­an og semja al­menni­legt lag sem gæti skilað Bret­um sín­um fyrsta sigri í keppn­inni frá því árið 1997.

Þá flutti Katr­ina and the Waves lagið Love Shine a Lig­ht.

Hysji upp um sig bux­urn­ar

Í fyrra var lagið Believe in me með bresku ballöðudrottn­ing­unni Bonnie Tyler fram­lag Breta í keppn­inni en lagið endaði í nítj­ánda sæti með ein­ung­is 23 stig. Marg­ir muna einnig vel eft­ir dú­ettn­um Jem­ini sem hafnaði í neðsta sæti keppn­inn­ar árið 2003 með eng­in stig.

Í ár mun ung og óþekkt söng­kona, Molly Smitten-Dow­nes, flytja fram­lag Breta í Kaup­manna­höfn þann 10. maí næst­kom­andi. Ekki er talið lík­legt að hún muni njóta vel­gengni, alla­vega ef marka má breska veðbanka.

Sir Terry Wog­an, sem hef­ur lýst Eurovisi­on keppn­inni fyr­ir breska rík­is­út­varpið eins lengi og elstu menn muna, tek­ur í sama streng og Björn. Hann seg­ir að ekki sé hægt að kenna meintu banda­lagi Aust­ur-Evr­ópuþjóða um slakt gengi Breta. Þeir verði þess í stað ein­fald­lega að hysja upp um sig bux­urn­ar og semja al­menni­legt lagt.

„Ef við gæt­um sett Take That á svið, þá ætt­um við frá­bæra mögu­leika.“

Bonnie Taylor keppti fyrir hönd Breta í Eurovision í fyrra …
Bonnie Tayl­or keppti fyr­ir hönd Breta í Eurovisi­on í fyrra og endaði í nítj­ánda sæti. JANERIK HENRIKS­SON
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Skilaboð sem þér berast kunna að reynast áhrifamikil ef þú ákveður að fara eftir þeim. Brettu upp ermarnar og ljúktu verkinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Skilaboð sem þér berast kunna að reynast áhrifamikil ef þú ákveður að fara eftir þeim. Brettu upp ermarnar og ljúktu verkinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell