„Hvað myndi breytast ef ég væri samkynhneigður?

Cliff Richard
Cliff Richard Mynd/AFP

Söngvarinn Cliff Richard tjáði sig í vikunni um langvarandi slúðursögur um kynhneigð hans í viðtali hjá ástralskri sjónvarpsstöð. Spurður út í slúðursögurnar spurði hann þáttastjórnandann tilbaka: „Hvað myndi breytast ef ég væri samkynhneigður?“

Richard, sem er 73 ára gamall hefur aldrei gengið í hjónaband á ævinni. Hann segir að honum hafi þótt slúðursögurnar um kynhneigð hans afar leiðinlegar þegar hann var yngri. Nú afi þær hins vegar engin áhrif á hann. „Þetta skiptir nákvæmlega engu máli. Ég á samkynhneigða vini. Flestir eiga einhverja samkynhneigða vini. Ætli einhverjir vilji ekki koma á tónleikana mína af því þeir halda að ég sé samkynhneigður? Ég vona ekki,“ segir Richard. 

Richard ræddi einnig í þættinum um hið unglega útlit hans. Einhverjir hafa gefið honum viðurnefnið „Pétur Pan poppsins“ sökum þess. Hann segist aldrei hafa gengist undir lýtaaðgerð. Hann segist þó hafa prófað botox (taugaeitur sem notað er í þeim tilgangi að draga úr hrukkum) en ekki hrifist af því. Segir hann hið unglega útlit sitt aðeins til komið vegna mikillar heppni og frá genum móður sinnar sem hann segir hafa haldist afar unglega langt fram eftir aldri. 

Þá var hann spurður út í samband sitt við söng- og leikkonuna Oliviu Newton-John. Sögur gengu um það á sínum tíma að þau ættu í ástarsambandi og myndu gifta sig. „Það verður að viðurkennast að það elska allir Oliviu Newton-John og ég þar á meðal. Hún hefur þessi áhrif á fólk. Hún kom í heimsókn til mín þegar hún kom fram í þætti sem ég var með í sjónvarpinu. Hún ætlaði að vera hjá mér í eina viku en endaði á því að dveljast hjá mér í tvo mánuði,“ segir Richard. Aldrei hafi sambandið þó þróast frekar. 

Sjá frétt The Daily Mail

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir