Harrison Ford, Carrie Fisher og Mark Hamill munu öll leika í nýju Star Wars myndinni, Star Wars Episode VII en þau eru fræg fyrir leik sinn í fyrstu myndinni sem frumsýnd var árið 1977. Andy Serkins og Max von Sydow leika einnig í myndinni ásamt John Boyega og Daisy Ridley.
Myndin verður tekin upp í Pinewood kvikmyndaverinu, nærri Lundúnum, í maí.
Anthony Daniels, Peter Mayhew og Kenny Baker munu snúa aftur sem C-3PO, Chewbacca og R2-D2. Stefnt er að frumsýningu myndarinnar 18. desember 2015.