Ævintýraprinsinn aftur á lausu

Harry Bretaprins braut hjörtu um gjörvalla heimsbyggðina er hann byrjaði með Cressidu Bonas árið 2012. Nú er aftur von fyrir þær konur sem þrá ævintýraprins. Því Harry er sannarlega slíkur.

Harry og Bonas eru nú hætt saman. Hvað veldur er auðvitað þeirra einkamál en AP fréttastofan hefur eftir heimildarmanni að sambandsslitin séu í mestu friðsemd. Breska götublaðið Mirror segir hins vegar að Harry hafi sagt Bonas „of þurftafreka“ og að sambandið hafi „einfaldlega ekki verið að ganga.“

The Sun segir að parið hafi átt að mæta í brúðkaup sameiginlegs vinar síns í Bandaríkjunum á laugardag. Bonas sé nú hætt við þá ferð.

Það var Eugenie prinsessa, frænka Harrys og vinkona Bonas, sem kynnti þau á sínum tíma. Þau byrjuðu saman í maí árið 2012. Stuttu síðar ætlaði allt um koll að keyra er myndir af Harry í nektarbilljard birtust í fjölmiðlum. The Mirror segir að þá hafi flosnað upp úr sambandi þeirra um hríð en þau svo tekið saman að nýju. Skömmu síðar fór Harry til Afganistan til að sinna hermennsku en hann er þyrluflugmaður. 

Bonas er fædd 18. febrúar árið 1989 og er því 25 ára gömul eða tveimur árum yngri en prinsinn. Vinir hennar kalla hana Cressy. Foreldrar hennar eru Jeffrey Bonas og lafði Mary-Gaye Curzon. Bonas er barnabarn Edwards Curzon Howe, jarls. Hún var því nokkuð þekkt í samkvæmislífi Lundúna áður en hún og Harry urðu par. Um æðar hennar rennur blátt blóð því hún á ættir að rekja til Georgs kóngs II. sem var uppi á 18. öld.

„Það er mjög, mjög sorglegt að þau hafi ákveðið að skilja,“ segir heimildarmaður AP-fréttastofunnar.

Þó að þau hafi verið saman í um tvö ár var það fyrst í mars í ár sem Bonas kom með Harry á opinbera athöfn. Um var að ræða góðgerðarhátíð á Wembley-leikvanginum.

Í sama mánuði fóru þau saman í skíða ferð til Kasakstan. 

Harry er mikill ævintýramaður. Hann kom til Íslands á síðasta ári til að æfa sig fyrir göngu yfir Suðurskautslandið með hermönnum sem særst höfðu í stríðinu í Afganistan. Í vetur héldu breskir fjölmiðlar því svo fram, eftir heimildarmanni nátengdum Harry, að hann ætlaði að biðja Bonas á Íslandi, helst undir norðurljósunum. Af því verður ekki - að minnsta kosti ekki í bráð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar