Sendir henni 15 sms á dag

Sæt saman á íþróttakappleik í mars þegar allt virtist leika …
Sæt saman á íþróttakappleik í mars þegar allt virtist leika í lyndi. AFP

Þau eru bæði í sárum í kjölfar skilnaðarins, Harry Bretaprins og fyrrverandi kærastan, Cressida Bonas. Hún hefur tekið sér leyfi frá störfum og Harry er sagður senda henni 15 sms-skilaboð á hverjum degi. 

The Mail on Sunday segir í ítarlegri úttekt sinni um málið að parið sé enn ástfangið og svo geti farið að þau taki saman aftur. Þá uppljóstrar blaðið um það sem það segir raunverulegu ástæðu skilnaðarins: Bonas þótti ekki nógu prinsessuleg og Harry hafði sagt henni að hún yrði að klæða sig miðað við sína stöðu, sum sé sem kærustu prinsins. Þetta fannst Bonas út í hött og sagði að konungshöllin vildi ekki leyfa henni að vera hún sjálf.

Bonas hefur ávallt verið hversdagsleg til fara, rétt eins og hver önnur stúlka á hennar aldri. Á föstudag sást hún á götum Lundúna einmitt í slíkum fatnaði. Með hárið í hnút og svartklædd frá hvirfli til ilja.

Í frétt Mail on Sunday segir að Harry hafi „blíðlega“ farið fram á það að í framtíðinni myndi Bonas klæða sig í takt við hlutverk sitt sem kærasta hans. Þetta varð til þess að parið fór að rífast. Í kjölfarið fylgdu fleiri rifrildi undanfarnar vikur. Það endaði svo þannig að þegar Harry steig um borð í flugvél á leið til Míamí fyrir helgi - þá var hann orðinn piparsveinn enn á ný og einn sá eftirsóttasti í heiminum í dag.

The Mail on Sunday segist einnig hafa upplýsingar um að ef Harry væri ekki í vestanhafs þessa dagana, en þangað fór hann daginn eftir að þau hættu saman, væru þau þegar búin að taka saman aftur. 

Kornið sem fyllti víst mælinn í sambandinu var þegar Bonas komst að því að henni væri ekki boðið í „strákaferðina“ sem Harry ætlaði í til Míamí. Um var að ræða veislu fyrri sameiginlegan vin þeirra sem gifti sig svo í Memphis í gær.

Þá heldur blaðið því fram að parið hafi um jólin rætt það að giftast.

Cressida Bonas þykir klæða sig hversdagslega. Það vill hún halda …
Cressida Bonas þykir klæða sig hversdagslega. Það vill hún halda áfram að gera. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar