Ísland komst áfram

Ísland á sviðinu í Kaupmannahöfn.
Ísland á sviðinu í Kaupmannahöfn. AFP

Liðsmenn Pollapönks munu endurtaka leikinn á stóra sviðinu í Kaupmannahöfn næsta laugardag en framlag Íslands var á meðal þeirra 10 þjóða sem komust áfram úr fyrri undankeppninni sem fór fram í kvöld. Ísland var síðasta þjóðin sem var lesin upp, þvílík spenna!

Þjóðirnar sem komust áfram í kvöld eru: Svartfjallaland, Ungverjaland, Rússland, Armenía, Aserbaídsjan, San Marínó, Úkraína, Svíþjóð, Holland og Ísland.

Pollapönk var fimmta atriðið á svið í kvöld og þeir stóðu sig með stakri prýði er þeir fluttu lagið No Prejudice. Alls stigu 16 þjóðir á svið í kvöld.

Seinni undankeppnin fer fram nk. fimmtudagskvöld og lokakeppnin sem fyrr segir á laugardag.

Liðsmenn Pollapönks stigu stríðsdans þegar úrslitin lágu ljós fyrir.
Liðsmenn Pollapönks stigu stríðsdans þegar úrslitin lágu ljós fyrir. mynd/Pollapönk
Pollapönk stóð sig vel á stóra sviðinu í Kaupmannahöfn.
Pollapönk stóð sig vel á stóra sviðinu í Kaupmannahöfn.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar