Stigatöflur fyrir Eurovision

Tvö stigablöð eru í boði: Annað fyrir börn og hitt …
Tvö stigablöð eru í boði: Annað fyrir börn og hitt fyrir fullorðna.

Hvaða lag í forkeppni Eurovision í kvöld fær aulahrollsstigin þín? Nú eða „besti vinur aðal-stigin“? Mbl.is hefur útbúið fjörlegar stigatöflur fyrir keppni kvöldsins, bæði fyrir börn og fullorðna. Hér að neðan eru þær í prentvænu formi.

Í forkeppni kvöldsins munu strákarnir í Pollapönk stíga á svið. Þeir eru fimmtu í röðinni á sviðið. En þeir eru ekki eina skemmtilega atriðið í þessari fyrri forkeppni. Að venju er keppnin fjölbreytt og alveg bráðnauðsynlegt að fara óhefðbundnar leiðir í stigagjöfinni.

Hver fer t.d. óhefðbundnustu leiðirnar í fatavali? Hver notar mest af „staðalbúnaði“, s.s. reyk, vindi og sprengingum? Hverjir eru mestu hermikrákurnar?

Allt þetta og miklu, miklu fleira er meðal þess sem þú getur gefið stig á stigatöflu mbl.is.

Það er Elín Esther Magnúsdóttir, grafíkmeistari mbl.is, sem hefur útbúið töflurnar. Tvær töflur eru í boði í ár - bæði fyrir börn og fullorðna. Útsending RÚV frá fyrri forkeppninni hefst kl. 19 í kvöld.

Prentaðu út - skráðu stigin - og njóttu kvöldsins!

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir