Meirihluti þátttakenda í Eurovision-leik mbl.is eru Pollapönkarar en yfir 31.000 hafa nú tekið þátt í leiknum sem gengur út á að komast að því hvaða Eurovision-keppandi maður er. Eitthvað sem sannir aðdáendur keppninnar láta ekki fram hjá sér fara.
Um fimmtungur (21%) þáttakenda hafa komist að því að þeir eru Pollapönkararnir litríku sem stigu á svið í fyrri undankeppni Eurovision í gær. Þeir stóðu sig með glæsibrag og voru á meðal þeirra þátttakenda sem komust áfram í lokakeppnina sem fram fer á laugardag.
En hvaða keppandi er þú?
Hér gefst tækifæri til að komast að því.