Þynnsta húsi London fórnað

Krossviðsklæðning hússins stingur í stúf við múrsteinshúsin í kring.
Krossviðsklæðning hússins stingur í stúf við múrsteinshúsin í kring.

Tæp­lega tveggja metra breitt hús í London fær ekki að gegna hlut­verki sínu öllu leng­ur því yf­ir­völd hafa ákveðið að það upp­fylli ekki kröf­ur til íbúðar.

Eig­end­um húss­ins hef­ur verið veitt­ur þriggja mánaða frest­ur til að rífa húsið sem þykir ótta­legt hrófa­tildur. Það er að finna í hverf­inu Leyt­on í aust­ur­hluta London.

„Hús­inu“ var hróflað upp í maí í fyrra í sex feta mjóu sundi milli tveggja húsa. Var það í raun gert í leyf­is­leysi því byggj­end­um láðist að leita bygg­ing­ar­leyf­is. Fljót­lega mæltu bæj­ar­yf­ir­völd svo fyr­ir um að fram­kvæmd­um skyldi hætt en eig­end­ur húss­ins áfrýjuðu. Not­færðu þeir sér all­ar mögu­leg­ar leiðir til þess en höfðu ekki er­indi sem erfiði og því er húsið end­an­lega dauðadæmt. 

Fundið var m.a. því hversu bygg­ing­in stakk í stúf við um­hverfið. Krossviðsvegg­ir kölluðust gróf­lega á við múr­steins­veggi hús­anna í kring og flatt þakið passaði held­ur ekki inn í götu­mynd­ina. Þá kunnu ná­grann­arn­ir bygg­ing­ar­mönn­um litl­ar þakk­ir fyr­ir fram­takið. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Vinna þín hjálpar fólki og þessvegna vinnur þú. Frá og með deginum í dag er gamall vandi úr sögunni og þú getur haldið fram veginn léttari en ákveðnari í spori.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Vinna þín hjálpar fólki og þessvegna vinnur þú. Frá og með deginum í dag er gamall vandi úr sögunni og þú getur haldið fram veginn léttari en ákveðnari í spori.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir