„Þetta eru endalok Evrópu“

Conchita Wurst sigraði í Eurovision í gær fyrir hönd Austurríkis
Conchita Wurst sigraði í Eurovision í gær fyrir hönd Austurríkis Mynd/AFP

Ekki voru allir jafnhrifnir af siguratriði Eurovision í gær. Tveir rússneskir stjórnmálamenn sem tjáðu sig um keppnina lýstu yfir óánægju sinni með siguratriðið, lag söngkonunnar Conchitu, og skeggvöxt hennar. 

„Þetta sýnir stuðningsmönnum nánara samstarfs í Evrópu hvernig framtíð Evrópu er: Kona með skegg,“ skrifar varaforsætisráðherra Rússlands, Dmitry Rogozin, á Twitter. Þingmaðurinn Vladimir Zjironovskij er enn harðyrtari. „Hneykslun okkar á sér engin takmörk. Þetta eru endalok Evrópu. Þeir eru ekki lengur bara með menn og konur, heldur líka þetta,“ sagði Zjironovskij í samtali við sjónvarpsstöðina Rossiya-1 áður en hann bætti við: „Fyrir 50 árum hertóku Sovétmenn Austurríki. Við gerðum mistök þegar við frelsuðum landið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup