Of myndarlegur þjónn, of stórt baðkar og of hvít rúmföt eru meðal þeirra furðulegu umkvartana sem hótelstarfsmenn um allan heim hafa fengið, samkvæmt nýrri könnun. Kröfurnar sem sumir hótelgestir gera eru ekki síður furðulegar.
Leitarvélin Skyscanner lagði spurningakönnun fyrir 400 starfsmenn á hótelum um allan heim, þar sem þeir voru beðnir um að nefna dæmi um 10 undarlegustu umkvartanir og kröfur sem þeim hefur borist frá viðskiptavinum.
Skyscanner tók saman eftirfarandi topp 10 lista útfrá svörunum sem bárust:
Furðulegustu kvartanirnar:
- Rúmfötin voru of hvít
- Hafið var of blátt
- Ísinn var of kaldur
- Baðkarið var of stórt
- Hrotur í kærustunni héldu vöku fyrir einum hótelgesti
- Hundur annars hótelgests naut sín ekki.
- Ekkert útsýni til sjávar (úr hótelglugga í Mayfair í London)
- Það var engin steik á grænmetismatseðlinum.
- Þjónninn var of myndarlegur.
- Móðir brúðgumans fékk ekki rúm í hjónabandssvítunni.
Furðulegustu beiðnirnar:
- Eitt glas af vatni á klukkustundar fresti alla nóttina.
- 15 gúrkur á dag.
- Að klósettið yrði fyllt af sódavatni.
- Hunangsbað.
- Geitabjöllur til að sofna út frá.
- Kjúklingaleggir, en aðeins hægri leggirnir.
- Dauð mús.
- Baðkar fullt af súkkulaðimjólk.
- 16 koddar (fyrir einn gest)
- Krókódílasúpa.