Vilja stofna „Voice of Eurasia“

Conchita Wurst
Conchita Wurst AFP

Þingmenn á rússneska þinginu hafa lagt til að Rússar búi til sína eigin Eurovisionkeppni eftir að skeggjuð dragdrottning frá Austurríki fór með sigur af hólmi.

Margir rússneskir þingmenn eru afar ósáttir við niðurstöðu söngvakeppninnar og ekki síst að Conchita Wurst hafi haft réttindi samkynhneigðra að leiðarljósi í þakkarræðu sinni.

Eru það einkum þingmenn Kommúnistaflokksins sem vilja yfirgefa Eurovision og setja á laggirnar rússneska keppni þar sem fjölskyldugildi eru höfð að leiðarljósi. Varaformaður flokksins, Valerí Rashkin, segir í viðtali við Interfax að nú sé komið nóg. Síðasta keppni hafi gengið of langt og þolinmæði fólks sé á þrotum. „Við verðum að yfirgefa þessa keppni. Við getum ekki þolað þessa endalausu geðveiki lengur.“

Rashkin segir að hann muni þrýsta á að stofnuð verði keppnin „Voice of Eurasia“ þar sem flestir keppendurnir komi frá ríkjum fyrrverandi Sovétríkjanna. Hefur því jafnvel verið haldið fram að banna eigi Conchitu Wurst að koma til Rússlands.

Ráðgjafar forseta Hvíta-Rússlands, Aleksanders Lukashenko, hafa tekið vel í þessa hugmynd enda sé Conchita Wurst táknmynd hruns siðferðisins meðal ríkja innan Evrópusambandsins. 

Stuðningsmenn Conchitu Wurst meðal áhorfenda í Kaupmannahöfn
Stuðningsmenn Conchitu Wurst meðal áhorfenda í Kaupmannahöfn AFP
Conchita Wurst
Conchita Wurst AFP
Keppendur Rússlands í Eurovision
Keppendur Rússlands í Eurovision AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka