Eitt ef erfiðustu ákvörðunum sem Hillary Clinton stóð frammi fyrir er hún skrifaði ævisögu sína, var hvað bókin átti að heita.
Nú þegar allar 656 blaðsíðurnar eru farnar í prentun, hefur fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna ákveðið að tjá sig um bókina í fyrsta sinn, samkvæmt heimildum People.
„Ég íhugaði marga titla,“ sagði Clinton, sem er 66 ára gömul, og bætti við: „Sem betur fer þá bað The Washington Post lesendur að senda inn tillögur. Einn lesandi lagði til að bókin myndi heita It Takes a World sem myndi passa við mína fyrri bók It Takes a Village. Uppáhaldshugmyndin var hins vegar The Scrunchie Chronicles: 112 Countries and It's Still All about My Hair. Á endanum varð bókatitillinn Hard Choices (Erfiðar ákvarðanir) fyrir valinu.“