Skattaáhyggjur Depardieu hurfu eins og dögg fyrir sólu

Leikarinn Gérard Depardieu, sem flúði heimalandið, Frakkland, vegna hárra skatta, þarf ekki að hafa áhyggjur af skattamálum sínum í nýja heimalandinu, Rússlandi, en þar greiðir hann aðeins 6% af tekjum sínum í skatta, samkvæmt frétt Izvestia.

Forseti Rússlands, Vladimír Pútín, veitti leikaranum rússneskt vegabréf í fyrra þegar Depardieu flutti frá Frakklandi í mótmælaskyni við 75%hátekjuskatt sem verið var að leggja á í Frakklandi. 

Þar sem Depardieu er skráður sem sjálfstætt starfandi frumkvöðull lendir hann í flokki þeirra sem greiða 6% skatt í Rússlandi. Flestir Rússar greiða hins vegar 13% skatt. 6% skatturinn er ef viðkomandi er með minni tekjur en 60 milljónir rúbla, sem svarar til  196 milljónum króna.

Fyrir ári síðan var leikarinn skráður til heimilis í borginni Saransk í Moldóvíu. Sagðist hann stefna að því að hefja veitingarekstur í borginni og setja á laggirnar listamiðstöð. Hingað til hefur ekkert miðað í þeim framkvæmdum en Depardieu hefur ekki komið til borgarinnar síðan í maí í fyrra. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar