Pixies hafa engu gleymt

Pixies í Laugardalshöll í kvöld.
Pixies í Laugardalshöll í kvöld. mbl.is/Eva Björk

Almenn ánægja virðist ríkja með tónleika bandarísku rokkhljómsveitarinnar Pixies í Laugardalshöll í kvöld. 10 ár eru liðin síðan sveitin tróð hér síðast upp, þá eftir 11 ára hlé.

Nýjasta breiðskífa Pixies, Indie Cindy, sem kom út í apríl sl. hefur einnig hlotið jákvæða gagnrýni ef á heildina er litið, meðaleinkunnina 61 af 100 mögulegum á samantektarvefnum Metacritic. Pixies-hljómurinn góðkunni er enn til staðar, ef marka má dóma, þrátt fyrir að 23 ár hafi liðið milli platna hjá sveitinni (Trompe le Monde kom út árið 1991).

Áhrifa Pixies, sem stofnuð var í Boston árið 1986, gætir víða í rokksögunni og má m.a. greina í tónlist jafnólíkra hljómsveita og Nirvana og Radiohead. Hljómsveitin naut mikilla vinsælda hér á landi á upphafsárum sínum og hafði mikil áhrif á íslenskar hljómsveitir, var „eins konar tákngervingur alls þess besta sem rokkið bar með sér, sjóðandi reiði, kraumandi orku, grenjandi, en samt svo undursamlega falleg í bland,“ eins og Árni Matthíasson komst m.a. að orði í grein sinni um Pixies í Morgunblaðinu árið 2004, í tilefni af tónleikum hennar í Kaplakrika það ár.

Aðdáendur Pixies voru ánægðir með tónleikana í Laugardalshöll.
Aðdáendur Pixies voru ánægðir með tónleikana í Laugardalshöll. mbl.is/Eva Björk
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir