Pippa mun hjóla 4.800 kílómetra

mbl.is/AFP

Pippa Middleton ætlar að hjóla um gervöll Bandaríkin ásamt bróður sínum, James Middleton.

Systkinin ætla að hjóla um gervöll Bandaríkin en þau hafa skráð sig í Race Across America.  Hjólreiðakeppnin hefst á laugardaginn.

Leiðin í keppninni er um 4.800 kílómetrar og mun keppnin standa yfir í 12 daga.

Systkinin munu hjóla í átta manna liði frá Oceanside í Kaliforníu til Annapolis í Maryland.

Samkvæmt heimildum af vef People vilja Middleton-systkinin taka þátt til að minnast bróður eins af liðsmönnum átta manna hjólreiðahópsins. Þá vilja þau styrkja Michael Matthews Foundation sem James Matthew stofnaði í kjölfar andláts bróður síns, Michaels Matthews, sem lést árið 1999 við klifur á Everest. Michael Matthews var yngsti Breti sem hefur náð á topp Everest eða aðeins 22 ára.

Race Across America-hjólreiðakeppnin var haldin í fyrsta skipti árið 1982 en á síðustu fjórum árum hefur verið safnað yfir fjórum milljónum bandaríkjadollara í keppninni sem fara í líknarmál. Þátttaka hvers liðsmanns kostar 20.000 bandaríkjadollara. 

Pippa Middleton hefur verið mjög virk í íþróttum en hún tók meðal annars þátt í skíðakeppni í Svíþjóð í mars 2012 og 2011 tók hún þátt í Highland Cross Challenge í Skotlandi þar sem hlaupið og hjólað er 80 kílómetra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka