Útvarpsmaðurinn og leikarinn Casey Kasem lést á sjúkrahúsi í Washington-ríki í dag eftir baráttu við hrörnunarsjúkdóm. Þetta kemur fram í frétt The Guardian.
Kasem var m.a. þekktur fyrir að ljá hinum síkáta Shaggy rödd sína í þáttunum vinsælu Scooby Doo. Hann átti jafnframt farsælan feril í útvarpi og starfaði oft sem plötusnúður. Fjölskylda Kasems sagðist í yfirlýsingu í dag vera þess fullviss að honum liði nú vel og væri á betri stað. Þau sögðust þrátt fyrir það vera miður sín og hans yrði sárt saknað. Kasem var 82ja ára gamall.