Maðurinn á bak við Shaggy látinn

Casey Kasem
Casey Kasem Ljósmynd/Wikipedia

Útvarpsmaðurinn og leikarinn Casey Kasem lést á sjúkrahúsi í Washington-ríki í dag eftir baráttu við hrörnunarsjúkdóm. Þetta kemur fram í frétt The Guardian.

Kasem var m.a. þekktur fyrir að ljá hinum síkáta Shaggy rödd sína í þáttunum vinsælu Scooby Doo. Hann átti jafnframt farsælan feril í útvarpi og starfaði oft sem plötusnúður. Fjölskylda Kasems sagðist í yfirlýsingu í dag vera þess fullviss að honum liði nú vel og væri á betri stað. Þau sögðust þrátt fyrir það vera miður sín og hans yrði sárt saknað. Kasem var 82ja ára gamall.

Frétt The Guardian

Kasem ljáði Shaggy úr Scooby Doo rödd sína
Kasem ljáði Shaggy úr Scooby Doo rödd sína Ljósmynd/Wikipedia
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir