Neymar með nýja hárgreiðslu

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar skartaði nýrri hárgreiðslu er hann mætti á æfingu með félögum sínum í brasilíska landsliðinu í gær. Neymar var hetja Brasilíu í opnunarleik HM á fimmtudag þegar liðið vann Króatíu 3-1.

Hafði Neymar látið raka hárið í hliðunum og litað toppinn ljósan. Félagi hans hjá knattspyrnuliðinu Barcelona, Dani Alves, mætti einnig með nýja greiðslu á æfinguna í gær. Hafði hann litað nokkra lokka silfurlitaða. 

Það er ekkert nýtt af nálinni að Neymar sýni sig með nýja hárgreiðslu og það sama á við um Alves. Þykir hár þeirra nú minna á hárgreiðslu sem allt lið Rúmeníu á HM 1998 litaði hár sitt ljóst.

Brasilía mætir Mexíkó á morgun og fer leikurinn fram í borginni Fortaleza.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar