Börnin erfa lítið

Sting ásamt eiginkonu sinni Trudie Styler
Sting ásamt eiginkonu sinni Trudie Styler AFP

Breski söngvarinn Sting hefur tilkynnt börnum sínum, sem eru sex talsins, að þau skuli ekki vænta þess að fá mikinn arf að honum látnum. Eignir hans eru metnar á 180 milljónir punda, 35 milljarða króna.

Sting, sem áður var í hljómsveitinni The Police ólst upp í Wallsend í Norður-Tyneside og kemur úr verkamannafjölskyldu. Í viðtali við Mail on Sunday segist hann hafa sagt börnum sínum að þau ættu ekki að búast við miklum arfi þar sem hann hefði engan trú á fjárvörslusjóðum (trust funds). 

„Ég sagði þeim að það yrði ekki mikill peningur eftir þar sem við værum að eyða honum. Við erum með mikið af skuldbindingum. Það sem kemur inn - því eyðum við og þess vegna er ekki mikið eftir,“ segir Sting í viðtalinu.

Sting, sem er 62 ára, á tvö börn af fyrsta hjónabandi, þau Joseph, 37 ára, og Kate, 32 ára. Hann og eiginkona hans, Trudie Styler eiga fjögur börn saman, Brigitte Michael, 30, Jake, 28, Eliot Pauline, 23, og Giacomo Luke, 18 ára. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup