Leikarinn Eli Wallach látinn

Eli Wallach
Eli Wallach AFP

Bandaríski leikarinn Eli Wallach, sem er best þekktur fyrir leik sinn í spagettí vestrum Sergio Leone er látinn 98 ára að aldri. 

Wallach hóf kvikmyndaferil sinn árið 1956 eftir að hafa leikið á sviði í tíu ár. Hann tók einkum að sér hlutverk þorpara þó svo að hann hafi átt velgengni að fagna í grínhlutverkum. Eins lék hann í fjölmörgum sjónvarpsþáttum, samkvæmt frétt BBC.

Meðal mynda sem Wallach lék í eru The Good, the Bad and the Ugly, How the West Was Won og The Misfits.

Wallash fæddist í Brooklyn í New York og lauk kennaranámi auk þess að fá þjálfun sem sviðsleikari. Eftir seinni heimstyrjöldina einbeitti hann sér að leik. Fyrsta hlutverkið var í New York árið 1945.

Eli Wallach var kvæntur leikkonunni Anne Jackson og léku þau oft saman.

Umfjöllun Variety um Eli Wallach

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir