Leikarinn Eli Wallach látinn

Eli Wallach
Eli Wallach AFP

Banda­ríski leik­ar­inn Eli Wallach, sem er best þekkt­ur fyr­ir leik sinn í spa­gettí vestr­um Sergio Leo­ne er lát­inn 98 ára að aldri. 

Wallach hóf kvik­mynda­fer­il sinn árið 1956 eft­ir að hafa leikið á sviði í tíu ár. Hann tók einkum að sér hlut­verk þorp­ara þó svo að hann hafi átt vel­gengni að fagna í grín­hlut­verk­um. Eins lék hann í fjöl­mörg­um sjón­varpsþátt­um, sam­kvæmt frétt BBC.

Meðal mynda sem Wallach lék í eru The Good, the Bad and the Ugly, How the West Was Won og The Mis­fits.

Wallash fædd­ist í Brook­lyn í New York og lauk kenn­ara­námi auk þess að fá þjálf­un sem sviðsleik­ari. Eft­ir seinni heimstyrj­öld­ina ein­beitti hann sér að leik. Fyrsta hlut­verkið var í New York árið 1945.

Eli Wallach var kvænt­ur leik­kon­unni Anne Jackson og léku þau oft sam­an.

Um­fjöll­un Variety um Eli Wallach

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinir og vandamenn leita gjarnan til þín um ráðgjöf. Gefðu þér tíma til að bera saman verð og gæði því það mun borga sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinir og vandamenn leita gjarnan til þín um ráðgjöf. Gefðu þér tíma til að bera saman verð og gæði því það mun borga sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Loka