Fótboltaáhugi tákn um hnignun samfélagsins

Ann Coulter
Ann Coulter

„Frjálslyndar mömmur elska knattspyrnu því íþróttin er svo auðveld líkamlega að strákar geta spilað með stelpum. Engin önnur íþrótt er þannig að strákar og stelpur geti keppt saman, ekki einu sinni á leikskólaaldri.“

Bandaríski rithöfundurinn og pistlahöfundurinn Ann Coulter er þekkt fyrir að hika ekki við að deila umdeildum skoðunum sínum með umheiminum. Í nýjasta pistli sínum, sem fengið hefur mikla athygli, lýsir hún yfir andstyggð á knattspyrnu. Telur hún vaxandi knattspyrnuáhuga Bandaríkjamanna vera tákn um siðferðislega hnignun samfélagsins. 

Coulter telur einnig að einstaklingsframtakið skorti alveg í knattspyrnu. „Í alvöru íþróttum geta leikmenn misst boltann í jörðina, fyrir framan áhorfendum. Þegar hafnaboltaleikmaður hittir ekki boltann, þá verður hann að taka við niðurlægingunni einsamall. En þegar hann hittir boltann, eða körfuboltamaður nær að troða, þá fær hann allt hrósið sjálfur,“ ritar Coulter.  

Þá er Coulter ekki hrifin af því að ekki megi nota hendur í knattspyrnu. „Það sem skilur mannveruna frá öðrum minna þróuðum tegundum er að við erum með þumalfingur, sem gera okkur kleift að halda á hlutum. Hér er góð hugmynd: Búum til íþrótt þar sem ekki má nota hendurnar!“

Sjá pistilinn í heild sinni

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup