Rokkað aðalatriði á Glastonbury

Hljómsveitin Metallica
Hljómsveitin Metallica Mynd/AFP

Aðaldagurinn á Glastonbury tónlistarhátíðinni í Bretlandi er í dag og mun það koma í hlut þungarokkshljómsveitarinnar Metallica að skemmta gestum á stóra sviðinu í kvöld. Er þetta í fyrsta skiptið í sögu hátíðarinnar sem þungarokkshljómsveit er aðalnúmer hátíðarinnar.

Ekki eru allir ánægðir með að þungarokksveit skuli verða í sviðsljósinu í kvöld. Svipað var uppi á teningnum árið 2008 þegar rapparinn Jay-Z var í aðalhlutverki. Noel Callagher, í hljómsveitinni Oasis, var einn af þeim sem opinberuðu þá óánægju sína. 

Michael Evis, stofnandi hátíðarinnar, ver þá ákvörðun að fá Metallica til þess að spila. „Engin hljómsveit í sögunni hefur verið svona áhugasöm um að spila hjá okkur eins og Metallica. Þeir munu verða flottir í kvöld,“ sagði Eavis, en hátíðin er haldin á bóndabæ hans á Englandi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.