Mick Jagger fárast yfir gamlingjunum í Monty Python

Æringjarnir í Monty Python þegar þeir voru upp á sitt …
Æringjarnir í Monty Python þegar þeir voru upp á sitt besta. Fimm þeirra eru enn á lífi og ætla að stíga aftur á stokk saman.

Myndband af Mick Jagger þar sem hann fárast yfir Monthy Python fer eins og eldur um sinu um netheima þessa dagana en myndskeiðið birtist á mánudaginn síðastliðinn.

Að því er fram kemur í myndbandinu segir Mick Jagger að Monty Python gengið ætli að gera 10 nýja þætti.

„Hver vill sjá þetta aftur? Þetta var virkilega fyndið á sjöunda áratuginum“ segir Mick Jagger.

Aðstoðarmaður hans svarar þá að fyrsti þátturinn hafi selst á 40 sekúndum.

„Það hafa allir séð þetta áður, þetta er allt á Youtube!“ bætir söngvarinn þá við.  „Gamlir, krumpaðir karlar að reyna að endurlifa æsku sína og græða“ segir hann svo pirraður.

Auglýsingin var gerð í tilefni af því að Monty Python gengið ætlar að sameinast á ný og gera 10 nýja þætti.  

Einn meðlimur Monty Python gengisins, Graham Chapman,  lést árið 1989 en níu árum höfðu þeir félagar úr þáttunum komið fram saman í síðasta skipti - og hafa ekki komið fram síðan þá allir fimm.

Nýju þættirnir kallast Monty Python Live (Mostly) og koma í bíóhús í lok júlí.

HÉR má sjá kynningarmyndband þáttanna með Mick Jagger.

Úr kvikmyndinni Meaning of life þegar feiti maðurinn sprakk.
Úr kvikmyndinni Meaning of life þegar feiti maðurinn sprakk.
Monty Python hópurinn.
Monty Python hópurinn. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir