Myndband af Mick Jagger þar sem hann fárast yfir Monthy Python fer eins og eldur um sinu um netheima þessa dagana en myndskeiðið birtist á mánudaginn síðastliðinn.
Að því er fram kemur í myndbandinu segir Mick Jagger að Monty Python gengið ætli að gera 10 nýja þætti.
„Hver vill sjá þetta aftur? Þetta var virkilega fyndið á sjöunda áratuginum“ segir Mick Jagger.
Aðstoðarmaður hans svarar þá að fyrsti þátturinn hafi selst á 40 sekúndum.
„Það hafa allir séð þetta áður, þetta er allt á Youtube!“ bætir söngvarinn þá við. „Gamlir, krumpaðir karlar að reyna að endurlifa æsku sína og græða“ segir hann svo pirraður.
Auglýsingin var gerð í tilefni af því að Monty Python gengið ætlar að sameinast á ný og gera 10 nýja þætti.
Einn meðlimur Monty Python gengisins, Graham Chapman, lést árið 1989 en níu árum höfðu þeir félagar úr þáttunum komið fram saman í síðasta skipti - og hafa ekki komið fram síðan þá allir fimm.
Nýju þættirnir kallast Monty Python Live (Mostly) og koma í bíóhús í lok júlí.
HÉR má sjá kynningarmyndband þáttanna með Mick Jagger.