Vorkennir Shia LaBeouf

Leikarinn Mel Gibson.
Leikarinn Mel Gibson. mbl.is/AFP

Mel Gibson segist vorkenna Shia LaBeouf, að því er Indiewire greinir frá.

Shia LaBeouf hefur verið í fjölmiðlum undanfarið fyrir undarlega hegðun en hann mætti á frumsýningu kvikmyndar í Þýskalandi með pappírspoka á hausnum fyrr á árinu og myndskeið leikaranum að reyna að snapa slagsmál við ókunnugt fólk á götum úti hafa einnig birst á internetinu.

Mel Gibson telur Shia LaBeouf eiga erfitt og þjáist vegna einhvers.

„Það er auðvelt að dæma aðra en ég er viss um að hann sé að ganga í gegnum eitthvað persónulegt og sársaukafullt sem hann verður að leysa sjálfur.“

Shia LaBeouf fór í meðferð við áfengisfíkn eftir að hann var handtekinn í New York borg í síðasta mánuði þar sem hann hrópaði að fólki og sló á rassinn á þeim á kabarettsýningu.

Leikarinn mætir fyrir rétt þann 24.júlí en hann var ákærður fyrir áreiti, óspektir á almannafæri og ónæði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka