Er Ted í raun stolinn Charlie?

Bengal Mangle Productions hefur höfðað mál á hendur bandaríska gamanleikaranum Seth MacFarlane fyrir höfundaréttarbrot. Fyrirtækið heldur því fram að aðalsöguhetjan í kvikmyndinni Ted, bangsinn Ted, sé byggð á þeirra eigin kjaftfora, drykkfellda og ofbeldisfulla bangsa, Charlie.

„Charlie er bangsi sem lifir lífi sínu sem manneskja, í heimi fullorðinna með mennskum vinum sínum. Charlie hneigist til drykkju, reykinga og gleðikvenna, og er nokkuð yfirgengileg en engu að síður gamansöm persóna,“ segir í rökstuðningi með stefnunni á hendur MacFarlane.

Bangsinn Charlie kemur fyrir í þáttum sem sýndir voru á netinu á árinu 2009 og nefndust Charlie the Abusive Teddy Bear. Bengal Mangle Productions, sem framleiðir þættina, segir að Ted sé augljóslega eftirmynd Charlie.

Kvikmyndin Ted halaði inn nærri 550 milljónum Bandaríkjadala og verður framhald hennar tekin til sýninga í júní 2015.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup