Notaði niðrandi orð yfir Asíubúa

Jeremy Clarkson.
Jeremy Clarkson. Skjáskot úr Top Gear

Jeremy Clarkson, stjórnandi Top Gear-sjónvarpsþáttanna, og fjölmiðlarisinn BBC sæta gagnrýni um þessar mundir vegna notkunar Clarksons á niðrandi orði í sjónvarpsþætti sem tekinn var upp í Búrma.

Ofcom, sjálfstæð stofnun sem hefur eftirlit með fjölmiðlum í Bretlandi, sagði að notkun Clarksons á orðinu „slope“, sem er slanguryrði yfir manneskju af asískum uppruna, væri móðgandi og að BBC hefði brugðist áhorfendum sjónvarpsstöðvarinnar með því að sýna þáttinn.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Clarkson kemst í sviðsljósið fyrir orðaval sitt en þessi ásökun kemur upp einungis þremur mánuðum eftir að Clarkson baðst afsökunar á öðru atviki tengdu kynþáttarmismunun.

Þá hefur Top Gear einnig verið gagnrýndur fyrir lýsingar á Mexíkóum, Albönum, Þjóðverjum og Rúmenum í þættinum.

Var skrifað í handritið fyrir fram

Þetta nýjasta atvik átti sér stað í Búrma þar sem Clarkson, Richard Hammond og James May fóru yfir landið á trukkum til að byggja brú yfir ána Kwai. Eftir að brúarsmíðum var lokið og teymið var að dást að brúnni gekk asískur maður yfir brúna og Clarkson sagðist vera stoltur af verkinu en að það væri asískur maður á brúnni, þar sem hann notaði slanguryrðið „slope“.
Hammond tók því sem Clarkson sagði bókstaflega og svaraði: „Það er rétt hjá þér, hún er klárlega hærri á þessari hlið,“ en orðið „slope“ þýðir halli á íslensku.

Ofcom telur að Clarkson hafi vísvitandi notað þetta móðgandi orð til að vísa til asísku manneskjunnar sem fór yfir brúna ásamt því að vísa til hallans á brúnni.

Ofcom komst að því eftir ýtarlega rannsókn að BBC hefði brotið útsendingarreglur með notkun þessa niðrandi orðs í Top Gear og þykir þeim að ekki sé hægt að leiðrétta notkun orðsins í þessu samhengi.

„Jeremy Clarkson notaði orðið „slope“ til að vísa til bæði Asíubúans sem fór yfir brúna og til hallans á brúnni. Þetta var skrifað í handritið fyrir fram. BBC mistókst að nýta tækifærið, annaðhvort meðan á tökum stóð eða í eftirvinnslunni, til að athuga hvort orðið væri til þess fallið að móðga áhorfendur,“ segir í tilkynningu frá Ofcom.

BBC hefur beðist afsökunar á notkun orðsins og fyrir þá móðgun sem notkun orðsins kann að hafa valdið. Segir í tilkynningu frá BBC að framleiðendur þáttanna hafi ekki gert sér grein fyrir því að orðið gæti verið móðgandi heldur hafi þeir talið að orðið væri slanguryrði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar