Pamela bjargar færeyskum hvölum

Grindhvalur (e. pilot whale)
Grindhvalur (e. pilot whale) Ljósmynd/Wikipedia

Dýravinir og dægurhetjur hópast nú til Færeyja í því skyni að mótmæla grindhvalaveiðum landsmanna. Leikkonan Pamela Anderson fór til landsins á dögunum og er áætlað að um 500 sjálfboðaliðar fylgi í kjölfarið. Meðal þeirra eru franska ballettdansmærin Sylvie Guillem og sæfarinn Florence Arthoud.

Aðgerðin er leidd af umhverfissinnunum í Sea Shepherd og ætlar hópurinn sér að bjarga yfir þúsund grindhvölum frá slátrun sem þau telja ómannúðlega. Þannig ætla þeir að ganga um strandir landsins og vakta hafið í kring í því skyni að hefta aðgerðir veiðimanna.

Slátrunin fer þannig fram að höfrungarnir eru neyddir inn í litla vík þar sem þeir eru drepnir með krókum og hnífum. Þetta segja talsmenn Sea Shepherd vera „grimmilega og úrelta hópslátrun“. Halda þeir því jafnframt fram að veiðarnar séu óþarfar, enda séu fjölmargir aðrir möguleikar í boði fyrir Færeyinga þegar kemur að fæðu.

Pamela Anderson er nú í Færeyjum.
Pamela Anderson er nú í Færeyjum. Ljósmynd/Wikipedia
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup