Giftast á Ítalíu

George Clooney og Amal Alamuddin.
George Clooney og Amal Alamuddin. mbl.is/AFP

George Clooney og Amal Alamuddin hafa sótt um giftingarleyfi og skráð giftingu sína í London, að því er vefsíða fréttastofan Sky News greinir frá.

Hjónavígsluna létu þau skrá í Chelsea Old Town Hall í London og getur hver sem er fengið að sjá leyfið en þau mega gifta sig 16 dögum eftir að um leyfi hefur verið sótt.

Staðsetning brúðkaupsins kemur fram á leyfinu en þar stendur að brúðkaupið muni fara fram á Ítalíu líkt og getgátur hafa verið uppi um.

Á leyfinu er George Clooney skráður sem George Timothy Clooney og starf hans skráð sem leikari og leikstjóri en Amal Alamuddin sem lögfræðingur. Leyfið gildir í 12 mánuði frá útgáfudegi.

Amal Alamuddin og George Clooney trúlofuðu sig í apríl á þessu ári og hyggjast giftast í glæsihýsi George Clooneys við Como vatn á Ítalíu í september.

Áður hefur George Clooney verið giftur henni Talia Balsam en þau skildu árið 1993 eftir fimm ára hjónaband. George Clooney sagðist á þeim tíma aldrei ætla að gifta sig aftur en hann hefur síðan verið í sambandi með Lisa Snowdon, Stacy Keibler og Elisabetta Canalis áður en hann kynntist Amal Alamuddin.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú virðist vera lag til að fylgja eftir sannfæringu þinni. Yfirmaður þinn eða annar áhrifamikill einstaklingur mun hugsanlega koma þér ánægjulega á óvart í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú virðist vera lag til að fylgja eftir sannfæringu þinni. Yfirmaður þinn eða annar áhrifamikill einstaklingur mun hugsanlega koma þér ánægjulega á óvart í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir