„Hann lét drauma okkar rætast“

Á Óskarsverðlaunahátíðinni 1998 þar sem æskuvinirnir Matt Damon og Ben …
Á Óskarsverðlaunahátíðinni 1998 þar sem æskuvinirnir Matt Damon og Ben Affleck voru verðlaunaðir, auk Robin Williams, fyrir kvikmyndina Good Will Hunting. AFP

„Harmi lostinn. Takk höfðingi - fyrir vináttu þína og það sem þú gafst heiminum,“ sagði leikarinn og leikstjórinn Ben Affleck á Facebook og Twitter í dag, um dauða leikarans Robin Williams. 

Kvikmyndin Good Will Hunting var sköpunarverk æskuvinanna Afflecks og Matt Damons, en þeir skrifuðu handritið að henni rétt rúmlega tvítugir að aldri og hlutu óskarsverðlaun fyrir. Robin Williams tók að sér hlutverk háskólaprófessorsins í myndinni og hlaut sömuleiðis óskarinn.

Ljóst er að Williams er þeim vinum mikill harmdauði. „Robin hafði mikla ást að gefa. Hann gerði, persónulega, svo mikið fyrir svo marga. Hann lét drauma okkar Matts rætast,“ sagði Affleck þegar hann minntist Williams í dag, eftir fregnirnar af sjálfsvígi hans.

„Hvað skuldarðu manni sem gerir það? Allt. Megir þú finna frið, vinur minn. #RobinWilliams“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg