Robin Williams hengdi sig

Lög­regl­an í Kali­forn­íu greindi frá því í dag að leik­ar­inn ást­sæli Robin Williams svipt sig lífi með heng­ingu. Eins og fram hef­ur komið þjáðist hann af geðhvörf­um og hef­ur Bost­on Globe eft­ir fjöl­miðlafull­trúa hans, Mara Buxbaum, að leikainn hafi und­an­farið bar­ist við mikla niður­sveiflu og al­var­legt þung­lyndi. Aðstoðamaður Williams kom að hon­um, með belti um háls­inn.

Lög­reglu­stjór­inn Keith Boyd greindi frá mála­vöxt­um á blaðamanna­fundi í dag. Þar kom fram að aðstoðarmaður hans hefði brot­ist inn í her­bergi hans, eft­ir að hafa reynt að ná sam­bandi við leik­ar­ann sem svaraði ekki þegar bankað var á hurðina. Hann hafði þá greini­lega verið lát­inn í ein­hverj­ar klukku­stund­ir.

Að sögn lög­reglu­stjór­ans voru grunn­ir skurðáverk­ar á úlnlið Williams og fannst vasa­hníf­ur ná­lægt lík­inu. Hann vildi ekki greina frá því á blaðamanna­fund­in­um hvort Williams hefði skilið eft­ir nokk­ur skila­boð, eða sjálfs­vígs­bréf. Niður­stöður eit­ur­efn­a­rann­sókna munu ekki liggja fyr­ir fyrr en eft­ir nokkr­ar vik­ur.

Ekkja hans og dótt­ir tjá sorg sína

Eig­in­kona Williams, Sus­an Schnei­der, var síðust til að sjá hann á lífi, klukk­an að ganga 23 kvöldið áður. Hún fór út úr húsi kl. 10:30 morg­un­inn eft­ir og taldi þá að Williams vær enn sof­andi í rúm­inu. Hann fannst lát­inn um kl. 12 á há­degi.

„Í morg­un missti ég eig­in­mann minn og besta vin, og um leið missti heim­ur­inn einn ást­sæl­asta lista­mann sinn og fal­lega mann­eskju. Ég er niður­brot­in,“ sagði eig­in­kona hans í yf­ir­lýs­ingu í gær.

Fyr­ir tveim­ur vik­um setti Williams í síðasta sinn inn ljós­mynd á sam­fé­lag­miðil­inn In­sta­gram, í til­efni 25 ára af­mæl­is dótt­ur hans, Zelda Rae Williams, en á mynd­inni sést hann halda á henni barn­ungri í fang­inu. Zelda Rae tísti um and­lát föður síns í dag, með til­vitn­un í Antoine De Saint-Exupery, höf­und litla prins­is og orðunum: „Ég elska þig. Ég sakna þín. Ég reyni að horfa áfram upp til þín.“ 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú veist hvað þú vilt og þarft ekki annarra vitna við. Einbeittu þér málum heimilisins bæði innan veggja sem utan til að fækka áhyggjum framtíðarinnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú veist hvað þú vilt og þarft ekki annarra vitna við. Einbeittu þér málum heimilisins bæði innan veggja sem utan til að fækka áhyggjum framtíðarinnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir