Harður bransi fyrir viðkvæman listamann

Stjarna Robins Williams á götu í Hollywood í Los Angeles er umkringd blómum og kveðjum. Williams lést í fyrradag, 63 ára aldri. Aðdáendur hans syrgja leikarann sem helgaði líf sitt því að skemmta öðrum. Margir hafa kveikt á kertum í minningu hans. 

Sylvester Stallone er einn þeirra leikara sem þekktu Williams. „Ég kynntist honum á áttunda áratugnum. Manni bregður að sjá hversu viðkvæmt lífið er. Sá þýstingur sem þessi bransi setur á fólk reynist mörgum mjög erfiður, sérstaklega fyrir viðkvæma listamenn eins og hann,“ segir Stallone.

„Heimurinn verður aldrei samur“

Börn Robins Williams segja að heimurinn verði aldrei samur án hans. Dóttir hans, Zelda Rae, segir að hann hafi vitað fátt betra í heiminum en að koma fólki til að hlæja. Hún segist hinsvegar aldrei munu skilja hvers vegna hann gat ekki fundið í hjarta sér viljann til að lifa áfram. 

Williams varð mörgum harmdauði, aðdáendum um allan heim, en auðvitað fyrst og fremst nánustu aðstandendum sem hafa margir minnst hans síðustu daga.

„Í gær missti ég föður minn og besta vin og um leið varð heimurinn svolítið grárri,“ sagði elsti sonur leikarans, Zak. Yngsta barn hans, Cody, hefur einnig tjáð sig um föðurmissinn: „Ég mun sakna hans og geyma hann í hjarta mér hvert sem ég fer svo lengi sem ég lifi, og ég mun alltaf hlakka til þeirrar stundar þegar ég fæ að sjá hann aftur.“

Móðir þeirra Zeldu og Codys, fyrrverandi eiginkonan Marsha Garces Williams, tjáði sig sömuleiðis og sagði: „Faðmur minn umvefur börnin okkar og við reynum að fagna manninum sem við elskum, um leið og við vinnum úr þessum ólýsanlega missi,“ hefur BBC eftir henni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg