Sótti AA fund fyrir andlátið

Robin Williams.
Robin Williams. mbl.is/AFP

Robin Williams mætti á AA fund deginum áður en hann fannst látinn á heimili sínu í Tiburon í Kaliforníu á mánudaginn var, að því er dagblaðið The Sun greinir frá.

Robin Williams hafði sótt meðferð í júní á þessu ári til þess að haldast edrú en hann hafði áður átt við áfengisfíkn að stríða.

Maður sem hafði verið í sama AA hóp og Robin Williams sagði að leikarinn hefði mætt á laugardaginn síðasta á AA fund.

Robin Williams hætti fyrst að drekka áfengi árið 1982 en hóf drykkju á ný árið 2003. Drykkjunni hætti hann svo aftur þremur árum síðar.

Talið er að Robin Williams hafi einangrað sig mikið og lokað sig af á heimili sínu eftir að hóf á ný meðferð í júní á þessu ári en hann sótti meðferðina til að halda sér áfram edrú.

Líkt og mbl.is greindi frá fyrr í sumar hafði Robin Williams lengi verið edrú en skráði sig í meðferð í nokkr­ar vik­ur þrátt fyr­ir að hafa ekki fallið. Þetta sagðist hann hafa gert til að halda sér á réttri braut.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg