Williams greindist með Parkinsons

Susan Schneider, ekkja Robins Williams, greindi frá því í dag að leikarinn ástsæli hafi fyrir stuttu greinst með Parkinsons-sjúkdóminn á byrjunarstigi. Hann hafði auk þess glímt við alvarlegt þunglyndi í áraraðir.

Schneider segir fjölskylduna vona að aðrir sem glími við erfiðleika finni styrk til að leita sér hjálpar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér fyrir stuttu og greint er frá í bandarískum, fjölmiðlum, þ.á.m. Hollywood Reporter.

„Robin varði svo stórum hluta ævi sinnar í að hjálpa öðrum. Hvort sem það var með því að skemmta milljónum manna á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpi, hermönnunum okkar á víglínunni eða með því að hugga veik börn - Robin vildi fá okkur til þess að hlæja og finna til minni ótta,“ segir í yfirlýsingu Schneider.

„Síðan hann lést höfum við öll, sem unnum Robin, fundið styrk í þeim mikla kærleika og aðdáun sem við höfum fundið frá þeim milljónum manna sem hann snerti. Hann helsta arfleifð, að börnum hans þremur undanskildum, er gleðin og hamingjan sem hann færði öðrum, sérstaklega þeim sem glímdu við eigin djöfla.

Robin hélt sér allsgáðum og hann glímdi af hugrekki við sína eigin baráttu gegn þunglyndi, kvíða auk Parkinsons-sjúkdómsins á frumstigi, sem hann var enn ekki tilbúin að segja opinberlega frá. 

Okkar von er sú að eftir hörmulegan dauða Robins geti aðrir fundið styrk til að leita sér hjálpar og nauðsynlegs stuðnings til að taka á hvaða þem erfiðleikum sem við þeim blasir, þannig að óttinn víki.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg