Skotskífa úr pappír sem rokksögnvarinn Elvis Presley skaut eitt sinn á úr skammbyssu var seld á uppboði í dag við heimili hans Graceland í Memphis-borg í Bandaríkjunum. Skotskífan var seld á 27.500 dollara en uppboðið fór fram í tengslum við Elvis-viku sem nú stendur yfir í borginni í tilefni af því að 37 ár verða liðin frá dauða söngvarans á morgun.
Samtals voru 72 gripir boðnir upp og þar á meðal síðasta Cadillac-bifreiðin sem Presley keypti til eigin nota en hún fór á rúmlega 81 þúsund dollara. Gullhálsmen með demöntum sem söngvarinn bar við ýmis tækifæri, þar á meðal á fundi með Richard Nixon þáverandi Bandaríkjaforseta, seldist á 82.500 dollara en fyrirfram var gert ráð fyrir að það færi á 25-35 þúsund dollara.
Hins vegar seldist skotskífan á 27 sinnum meira en búist hafði verið við.