Justin Timberlake steig á svið um níuleytið í Kórnum í kvöld, við gríðarlegan fögnuð viðstaddra. Kórinn er troðfullur af fólki og mynduðust bæði bílaraðir í Kópavogi og rapir tónleikagesta við klósettin í Kórnum, en tónleikagestir hafa gert að því grín að ekki virðist hafa verið gert ráð fyrir að þeir þyrftu að svara kalli náttúrunnar.
Söngvarinn virðist hafa mikið dálæti á landinu, sem hann lýsti sem „einum fallegasta staðnum á jörðinni“.
Eitthvað virðist einnig hafa farið forgörðum að láta söngvarann vita að tónleikarnir yrðu í Kópavogi en ekki Reykjavík, eins og sjá má á ummælum tónleikagesta hér að neðan.
Hér má fylgjast með tónleikum Justins í beinni.
Djöfull er maðurinn smooth #damn #JTkórinn
— Una Sighvatsdóttir (@unasighvats) August 24, 2014
Sýndist í smástund að Justin væri í stuttermabol með lopapeysumynstri, en síðan var það bara eitthvert hipstermynstur #vonbrigði #JTKorinn
— Ragnheiður Kristín (@heidafinnboga) August 24, 2014
„Are you still with me Reykjavik?“ spurði JT. Þorði enginn að segja honum að hann yrði í Kópavogi? #úthverfatimberlake #vandró #jtkorinn
— Salka Margrét (@SalkaMargret) August 24, 2014
"Are you still with me, Reykjavík??" No but KópCity is :D:D:D:D:'D #JTkorinn
— Aldís Mjöll (@AldisMjoll) August 24, 2014
"Iceland shake your ash" #jtimberlake #justintimberlake #JTKorinn #ashtag
— Hjalti Harðarson (@hhardarson) August 24, 2014
JT er augljóslega stuðningsmaður sameiningar sveitarfélaga á höfuðbsvæðinu. #whatsupReykjavik #JTKorinn
— Heiða Kristín (@heidabest) August 24, 2014
Er þetta Michael Jackson í dulargervi? #JTKorinn
— Lýður Vignisson (@LydurV) August 24, 2014
JT er besti labbdansarinn í bransanum í dag #swag #JTKorinn
— Arnar Már Guðjónsson (@addari) August 24, 2014
Whats up Reykjavík segir @jtimberlake ! Eru tónleikarnir ekki í Kópavogi! Þetta staðfestir kannski hvað @gislimarteinn talaði um! #jtkorinn
— Brynjar Bjornsson (@Brynjarthorb) August 24, 2014
JT tekur Cry me a river. Halló 9. bekkjar #flashback #nostalgia #setustofan #JTKorinn
— Guðmundur Már (@brusi90) August 24, 2014