Gefa börnunum skrýtin nöfn

Lil' Kim fæddi dóttur þann 9.júní á þessu ári og …
Lil' Kim fæddi dóttur þann 9.júní á þessu ári og nefndi barnið Royal Reign. Hugsanlega fékk Lil' Kim innblástur fyrir nafnið frá nýju úralínunni sem hún gaf nýverið út sem hún kallaði Royalty, eða að hún telji sig einfaldlega vera konungborna. mbl.is/AFP

Fræga fólkið á það til að nefna börn sín skringilegum nöfnum eins og Bear Blaze, North West eða Summer Rain. Hér eru nokkur dæmi um nafngiftir fræga fólksins.

Christina Aguilera eignaðist dóttur með unnusta sínum, Matthew Rutler, á …
Christina Aguilera eignaðist dóttur með unnusta sínum, Matthew Rutler, á dögunum sem hún skírði Summer Rain en hún segist hafa sótt innblástur í orð og daglegt líf. mbl.is/EPA
Kate Winslet og eiginmaður hennar, Ned RocknRoll, nefndu fyrsta barn …
Kate Winslet og eiginmaður hennar, Ned RocknRoll, nefndu fyrsta barn sitt Bear Blaze. Nafnið Bear fengu þau frá einu af gælunafni gamals vinar Kate Winslet og Blaze fengu þau frá því hvernig þau Kate Winslet og Ned RocknRoll kynntust en þau kynntust í partýi í heimahúsi en eldur kviknaði í partíinu. Það gerist ekki rómantískara en það. mbl.is/AFP
Leikkonan Elizabeth Philipps, sem einnig vill láta kalla sig Busy, …
Leikkonan Elizabeth Philipps, sem einnig vill láta kalla sig Busy, á tvær dætur sem hún nefndi Birdie og Cricket. Elizabeth Philipps giftist handritshöfundinum Marc Silverstein árið 2007 en þau eiga dæturnar Birdie og Cricket saman. Ljósmynd/Wikipedia
Það þarf lítið að kynna foreldra North West en það …
Það þarf lítið að kynna foreldra North West en það eru þau Kim Kardashian West og Kanye West. North West fæddist 15.júní árið 2013 en sumir hafa grínast með það að þegar hún verði eldri muni hún mjög líklega verða mikill aðdáandi hljómsveitarinnar One Direction þar sem hljómsveitarnafnið vísar í hennar eigið nafn, eða Norðvestur. Foreldrar North West hafa einnig gefið dótturinni gælunafnið Nori. mbl.is/AFP
Holly Madison og eiginmaður hennar Pasquale Rotella nefndu dóttur sína …
Holly Madison og eiginmaður hennar Pasquale Rotella nefndu dóttur sína Rainbow Aurora. Foreldrunum hlýtur að líka mjög vel við ljós í hvaða formi sem það kemur, hvort sem það er regnbogi eða norðurljós, en Pasquale Rotella er eigandi Insomniac Events sem skipuleggur Electric Daisy Carnival hátíðina í Las Vegas en það er risastór rave-hátíð. mbl.is/AFP
Jason Lee nefndi son sinn Pilot Inspektor. Þarf að segja …
Jason Lee nefndi son sinn Pilot Inspektor. Þarf að segja meira? Soninn nefndi hann eftir lagi sem afi hans samdi en Jason Lee hefur engar áhyggjur af því að strákurinn lendi í einelti vegna nafnsins þar sem hann gengur í skóla með börnum sem bera nöfn eins og Zoot og Cosmo. Ljósmynd/Wikipedia
Söngkonan Kelly Clarkson nefndi dóttur sína River Rose en barnið …
Söngkonan Kelly Clarkson nefndi dóttur sína River Rose en barnið fæddist þann 12.júní síðastliðinn. Ljósmynd/Wikipedia
Söngkonan Macy Gray nefndi þriðja barn sitt Happy en rétt …
Söngkonan Macy Gray nefndi þriðja barn sitt Happy en rétt áður en hún fæddi soninn skildi hún við eiginmann sinn, Tracy Hinds. Sonurinn Happy er táningur í dag og líklega mjög hamingjusamur. Ljósmynd/Wikipedia
Meg Ryan ættleiddi dóttur en tók sér dágóðan tíma í …
Meg Ryan ættleiddi dóttur en tók sér dágóðan tíma í að ákveða hvaða nafn passaði við dótturina. Fyrst gaf hún henni nafnið Rae, svo breytti hún því yfir í Charlotte en að lokum nefndi hún hana Daisy. Meg Ryan þótti nafnið Charlotte ekki passa við hressan persónuleika dótturinnar og það hversu hamingjusöm hún væri alltaf og sagði að Daisy væri hamingjusamasta nafn sem henni datt í hug. Kannski Meg Ryan hefði átt að hringja í Macy Gray fyrir frekari hugmyndir. Ljósmynd/Wikipedia
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan