Gefa börnunum skrýtin nöfn

Lil' Kim fæddi dóttur þann 9.júní á þessu ári og …
Lil' Kim fæddi dóttur þann 9.júní á þessu ári og nefndi barnið Royal Reign. Hugsanlega fékk Lil' Kim innblástur fyrir nafnið frá nýju úralínunni sem hún gaf nýverið út sem hún kallaði Royalty, eða að hún telji sig einfaldlega vera konungborna. mbl.is/AFP

Fræga fólkið á það til að nefna börn sín skringi­leg­um nöfn­um eins og Bear Blaze, North West eða Sum­mer Rain. Hér eru nokk­ur dæmi um nafn­gift­ir fræga fólks­ins.

Christina Aguilera eignaðist dóttur með unnusta sínum, Matthew Rutler, á …
Christ­ina Aguilera eignaðist dótt­ur með unn­usta sín­um, Matt­hew Rutler, á dög­un­um sem hún skírði Sum­mer Rain en hún seg­ist hafa sótt inn­blást­ur í orð og dag­legt líf. mbl.is/​EPA
Kate Winslet og eiginmaður hennar, Ned RocknRoll, nefndu fyrsta barn …
Kate Winslet og eig­inmaður henn­ar, Ned Rockn­Roll, nefndu fyrsta barn sitt Bear Blaze. Nafnið Bear fengu þau frá einu af gælu­nafni gam­als vin­ar Kate Winslet og Blaze fengu þau frá því hvernig þau Kate Winslet og Ned Rockn­Roll kynnt­ust en þau kynnt­ust í partýi í heima­húsi en eld­ur kviknaði í par­tí­inu. Það ger­ist ekki róm­an­tísk­ara en það. mbl.is/​AFP
Leikkonan Elizabeth Philipps, sem einnig vill láta kalla sig Busy, …
Leik­kon­an El­iza­beth Phil­ipps, sem einnig vill láta kalla sig Busy, á tvær dæt­ur sem hún nefndi Bir­die og Cricket. El­iza­beth Phil­ipps gift­ist hand­rits­höf­und­in­um Marc Sil­ver­stein árið 2007 en þau eiga dæt­urn­ar Bir­die og Cricket sam­an. Ljós­mynd/​Wikipedia
Það þarf lítið að kynna foreldra North West en það …
Það þarf lítið að kynna for­eldra North West en það eru þau Kim Kar­dashi­an West og Kanye West. North West fædd­ist 15.júní árið 2013 en sum­ir hafa grín­ast með það að þegar hún verði eldri muni hún mjög lík­lega verða mik­ill aðdá­andi hljóm­sveit­ar­inn­ar One Directi­on þar sem hljóm­sveit­ar­nafnið vís­ar í henn­ar eigið nafn, eða Norðvest­ur. For­eldr­ar North West hafa einnig gefið dótt­ur­inni gælu­nafnið Nori. mbl.is/​AFP
Holly Madison og eiginmaður hennar Pasquale Rotella nefndu dóttur sína …
Holly Madi­son og eig­inmaður henn­ar Pasquale Rotella nefndu dótt­ur sína Rain­bow Aur­ora. For­eldr­un­um hlýt­ur að líka mjög vel við ljós í hvaða formi sem það kem­ur, hvort sem það er regn­bogi eða norður­ljós, en Pasquale Rotella er eig­andi In­somniac Events sem skipu­legg­ur Electric Daisy Carni­val hátíðina í Las Vegas en það er risa­stór rave-hátíð. mbl.is/​AFP
Jason Lee nefndi son sinn Pilot Inspektor. Þarf að segja …
Ja­son Lee nefndi son sinn Pi­lot Inspektor. Þarf að segja meira? Son­inn nefndi hann eft­ir lagi sem afi hans samdi en Ja­son Lee hef­ur eng­ar áhyggj­ur af því að strák­ur­inn lendi í einelti vegna nafns­ins þar sem hann geng­ur í skóla með börn­um sem bera nöfn eins og Zoot og Cos­mo. Ljós­mynd/​Wikipedia
Söngkonan Kelly Clarkson nefndi dóttur sína River Rose en barnið …
Söng­kon­an Kelly Cl­ark­son nefndi dótt­ur sína Ri­ver Rose en barnið fædd­ist þann 12.júní síðastliðinn. Ljós­mynd/​Wikipedia
Söngkonan Macy Gray nefndi þriðja barn sitt Happy en rétt …
Söng­kon­an Macy Gray nefndi þriðja barn sitt Happy en rétt áður en hún fæddi son­inn skildi hún við eig­in­mann sinn, Tracy Hinds. Son­ur­inn Happy er tán­ing­ur í dag og lík­lega mjög ham­ingju­sam­ur. Ljós­mynd/​Wikipedia
Meg Ryan ættleiddi dóttur en tók sér dágóðan tíma í …
Meg Ryan ætt­leiddi dótt­ur en tók sér dágóðan tíma í að ákveða hvaða nafn passaði við dótt­ur­ina. Fyrst gaf hún henni nafnið Rae, svo breytti hún því yfir í Char­lotte en að lok­um nefndi hún hana Daisy. Meg Ryan þótti nafnið Char­lotte ekki passa við hress­an per­sónu­leika dótt­ur­inn­ar og það hversu ham­ingju­söm hún væri alltaf og sagði að Daisy væri ham­ingju­sam­asta nafn sem henni datt í hug. Kannski Meg Ryan hefði átt að hringja í Macy Gray fyr­ir frek­ari hug­mynd­ir. Ljós­mynd/​Wikipedia
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Að taka áhættu í einhverju sem viðkemur tjáskiptum, er snjallara en kann að virðast í fyrstu. Gættu þess að missa ekki yfirsýnina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Að taka áhættu í einhverju sem viðkemur tjáskiptum, er snjallara en kann að virðast í fyrstu. Gættu þess að missa ekki yfirsýnina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir