Skilja eftir 36 ára hjónaband

Neil Young á sviði Laugardalshallar 7. júlí 2014.
Neil Young á sviði Laugardalshallar 7. júlí 2014. mbl.is/Ómar Óskarsson

Neil Young sækir um skilnað við eiginkonu sína eftir 36 ára hjónaband, að því er vefsíða Rolling Stone greinir frá.

Hinn 68 ára gamli tónlistarmaður hefur sótt um skilnað við 61 árs eiginkonu sína, Pegi Young, en þau eiga saman tvö börn, þau Ben og Amber.

Neil Young og Pegi Young kynntust þegar Pegi Young var þjónustustúlka á matsölustað nálægt búgarðinum sem Neil Young bjó á en þau giftu sig árið 1978.

Pegi Young var kveikjan að nokkrum af rómantíkustu lögum Neils Young, þar á meðal laginu Once an Angel og Unknown Legend, og vann hún sem bakraddarsöngkona fyrir söngvarann eftir að hafa komið fram með honum á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 1994.

Síðast komu þau fram saman í október á síðasta ári á tónleikum í skóla sem þau stofnuðu árið 1986 í Mountain View í Kaliforníu.

Hjónin áttu næst að koma fram saman í Norður-Karólínu 13 .september næstkomandi en Pegi Young hætti við að taka þátt í tónleikunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar