Hello Kitty er ekki kisa

Ljósmynd/Wikipedia

Hello Kitty fíg­úr­an er ekki kisa, að því er tíma­ritið L.A. Times grein­ir frá.

Skap­ar­ar sætu japönsku fíg­úr­unn­ar, Hello Kitty, frá fyr­ir­tæk­inu Sanrio hafa staðfest að fíg­úr­an sé ekki kött­ur. Þetta gæti mörg­um þótt und­ar­legt þar sem fíg­úr­an lík­ist ketti, með stór, kisu­leg eyru og veiðihár.

Í viðtali við L.A. Times sagði rit­höf­und­ur bók­ar­inn­ar Pink Globalizati­on: Hello Kitty's Trek Across the Pacific, Christ­ine R. Yano, að fyr­ir­tækið á bakvið Hello Kitty-fíg­úr­unua, Sanrio, leggi mikla áherslu á að fíg­úr­an sé ekki tal­in katt­arkyns.

Christ­ine R. Yano var að und­ir­búa sýn­ingu sem sýna átti í safn­inu Japanese American Muse­um í Los Ang­eles í Kali­forn­íu þegar texta sem hún hafði skrifað um Hello Kitty var breytt af Sanrio-fyr­ir­tæk­inu.

Fyr­ir­tækið leiðrétti Christ­ine R. Yano og sagði að Hello Kitty væri teikni­mynda­per­sóna, lít­il stelpa og vin­ur en alls ekki kött­ur. Enn frem­ur var sagt að Hello Kitty hefði aldrei verið sýnd á fjór­um fót­um og eigi jafn­vel sjálf kött sem gælu­dýr sem kall­ast Charm­my Kitty.

Sýn­ing­in sem Christ­ine R. Yano vinn­ur að verður opnuð í októ­ber í Los Ang­eles en sýn­ing­in verður í til­efni af 40 ára af­mæli Hello Kitty.

Hello Kitty-fíg­úr­an var sköpuð árið 1974 í Jap­an og varð vin­sæl í Banda­ríkj­un­um tveim­ur árum síðar. Þrátt fyr­ir að vera sköpuð í Jap­an held­ur Sanrio-fyr­ir­tækið því staðfast­lega fram að Hello Kitty sé bresk.

Það er vegna þess að á átt­unda ára­tug­in­um var jap­anskt sam­fé­lag heltekið af öllu sem var breskt og sam­kvæmt vefsíðu Sanrio fædd­ist Hello Kitty í London. Einnig stend­ur á vefsíðunni að for­eldr­ar Hello Kitty séu bresku hjón­in Geor­ge og Mary White og að hún eigi tví­bura­syst­ur sem heiti Mimmy ásamt því að eiga ömmu og afa sem heita Ant­hony og Marga­ret.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú veist hvað þú vilt og þarft ekki annarra vitna við. Einbeittu þér málum heimilisins bæði innan veggja sem utan til að fækka áhyggjum framtíðarinnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú veist hvað þú vilt og þarft ekki annarra vitna við. Einbeittu þér málum heimilisins bæði innan veggja sem utan til að fækka áhyggjum framtíðarinnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir