Ævisagan er „hörmung“

Courtney Love mun gefa út bók á næstunni.
Courtney Love mun gefa út bók á næstunni. Getty Images

Tónlistakonan Courtney Love segir ævisögu sína sem kemur út á næstunni vera hörmung.

Ævisaga Love átti að koma út árið 2013 en útgáfu bókarinnar hefur nú verið frestað nokkrum sinnum. 

Nýverið opnaði hún sig svo um bókina og sagðist aldrei hafa viljað skrifa bók. Þá hefur hún neitað að fjalla um seinni ár ævi sinnar í bókinni þar sem hún vill ekki deila of miklu með almenningi. 

„Þetta er hörmung. Martröð. Þetta bara virkar ekki. Ég vildi aldrei skrifa bók, þetta gerðist bara einhvern veginn. Það sem gerðist frá árinu 2006 þar til núna er mitt mál.“

Bókin, sem ber heitið Girl With The Most Cake, er sögð fjalla um baráttu Love við eiturlyfjafíkn og samband hennar við tónlistarmanninn Kurt Cobain. Ekki er vitað hvenær bókin kemur út.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar