Vonarstræti frumsýnd í Toronto

Frá frumsýningu Vonarstrætis í Toronto í gærkvöldi.
Frá frumsýningu Vonarstrætis í Toronto í gærkvöldi.

Kvikmyndin Vonarstræti eða Life in a Fishbowl eins og hún er nefnd upp á ensku, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni TIFF í Toronto í gærkvöldi og fékk góðar viðtökur.

Fullt var út úr dyrum í salnum þar sem myndin var sýnd og mikil stemning í húsinu. Leikstjóri myndarinnar, Baldvin Zophaníasson, og aðalleikarar myndarinnar voru kallaðir upp á svið til að svara spurningum áhorfenda, og var þeim ekki sleppt af sviðinu fyrr en klukkutíma síðar. Þorsteinn Bachmann segir áhorfendurna hafa verið frábæra og þakkláta.

Stikla úr myndinni:

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar