Jeremy Clarkson á útleið?

Stjórnendur Top Gear. Jeremy Clarkson er fyrir miðju.
Stjórnendur Top Gear. Jeremy Clarkson er fyrir miðju.

Jeremy Clarkson, einn stjórnenda bresku sjónvarpsþáttanna Top Gear, sem sýndir eru á BBC 2, hefur haft lag á að koma sér í klandur. Honum var nýlega gefið að sök að hafa notað niðrandi orð um fólk af asískum uppruna í sérþætti Top Gear um Búrma.

Þar áður var hann sakaður um að hafa notað orðið „negri“ (e. nigger) þegar hann fór með gamla enska vögguvísu. Honum hefur því verið gefinn gálgafrestur eða hafa fengið lokaviðvörun, en alltaf hefur honum tekist að halda starfinu.

Undanfarna daga hefur þessi umræða komist aftur á kreik, því greint er frá því í enskum miðlum að útvarpsmaðurinn Chris Evans muni koma í stað Clarkson, því nokkrir stjórnendur BBC hafi fengið sig fullsadda af því að hann sé að koma sér í vandræði.

Evans gefur lítið fyrir þessar vangaveltur:

Þrátt fyrir þessi ummæli Evans er ekki búið að ganga frá áframhaldandi samningi við Clarkson. Samningur þessi er ekki af verri endanum, því ekki er nóg að mörgum kynni að þykja starf þáttastjórnanda í Top Gear vera besta starf í heimi og myndu vinna launalaust, þá fær hver sá sem stýrir þáttunum margar milljónir punda á þriggja ára tímabili. Enn er þó gert ráð fyrir að Jeremy Clarkson muni halda starfinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir